Um fyrirtækið
Prenta ehf er rótgróin prentstofa staðsett á Laugavegi 176 í Reykjavík (Í gamla Sjónvarpshúsinu). Við sérhæfum okkur í alhliða prentlausnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina sem starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Með fagmennsku og traust að leiðarljósi höfum við getið okkur gott orð meðal dyggra viðskiptavina en helstu gildi fyrirtækisins eru að tryggja þeim hraða og persónulega þjónustu.
Við hjá Prenta búum yfir áratuga reynslu í prentþjónustu og geta viðskiptavinir því treyst að verkefni þeirra eru í öruggum höndum. Við erum búin góðum tækjabúnaði og getum því boðið faglega þjónustu á sanngjörnu verði.
– Við erum til staðar fyrir þig –